De Bruyne bestur ef rýnt er í tölfræðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 07:30 Belginn hefur verið frábær í liði City á tímabilinu. EPA-EFE/Justin Tallis Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira