De Bruyne bestur ef rýnt er í tölfræðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 07:30 Belginn hefur verið frábær í liði City á tímabilinu. EPA-EFE/Justin Tallis Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira