Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:14 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær. Dómsmál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær.
Dómsmál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira