Enski boltinn

City búið að finna arftaka Sane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferran Torres er á leið frá Valencia.
Ferran Torres er á leið frá Valencia. vísir/getty

Manchester City er nálægt því að krækja í sóknarþenkjandi miðjumanninn, Ferran Torres, frá Valencia eftir að viðræður félaganna gengu vel í dag.

Torres hafði þegar samið um kaup og kjör við City en liðin höfðu ekki náð saman. Það ku nú vera fráfengið en talið er að Torres kosti 24,5 milljónir punda.

Pep Guardiola, stjóri Man. City, hefur viljað styrkja fremstu stöðurnar eftir að Leroy Sane hunsaði nýtt samningstilboð og gekk í raðir Bayern Munchen.

Torres var á síðasta tímabili yngsti leikmaðurinn í sögu Valencia til þess að skora í Meistaradeildinni en hann er einungis tvítugur.

Eitthvað hefur Valencia lækkað verðið því í nóvember sögðust þeir vilja fá 45 milljónir evra fyrir kappann en hann spilaði sinn 50. deildarleik í nóvember síðastliðnum.

Hann á þó einungis eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og því vildu Valencia selja hann í stað þess að missa hann frítt næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×