Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:00 Breiðablik hefur verið á ágætis skriði það sem af er sumri. Vísir/Bára Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn