Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 10:28 Lúkasjenkó forseti (við enda borðsins) fundar með þjóðaröryggisráði sínu. AP/Nikolai Petrov/BeITA Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis. Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis.
Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent