Innlent

Svona var blaða­manna­fundur um breyttar sótt­varnar­að­gerðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum fyrr í dag. vísir/arnar

Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 11 í dag, fimmtudaginn 30. júlí. Meginefni fundarins voru breytingar á sóttvarnaraðgerðum vegna þeirra hópsýkinga kórónuveiru sem hafa nýlega greinst í samfélaginu.

Á fundinum voru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Þá voru Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til svara á fundinum.

Ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum í morgun, þar sem farið var yfir tillögur sóttvarnalæknis um breyttar aðgerðir vegna veirunnar. Tillögurnar komu inn á borð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi.

Sýnt var beint frá fundinum á Vísi, sem og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá var einnig sent beint frá fundinum á Bylgjunni.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni ásamt beinni textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×