Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:37 Áslaug Arna mun funda með lögreglustjórum í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira