Fótbolti

Helgi Sig: Við ætlum að hafa gaman um helgina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Helgi Sigurðsson er enn taplaus með lið ÍBV.
Helgi Sigurðsson er enn taplaus með lið ÍBV.

„Strákarnir unnu vel fyrir þessu. Við vorum betra liðið í dag; fengum miklu betri færi og ég er hrikalega ánægður með liðið. Hvernig þeir mættu í þennan leik og spiluðu 120 mínútur á fullu. Við keyrðum hreinlega yfir KA á köflum,“ sagði sigurreifur Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, í leikslok eftir að hafa slegið Pepsi-Max deildarlið KA úr leik í Mjólkurbikarnum á Akureyri í kvöld.

„Þetta gekk algjörlega upp eins og við lögðum þetta upp. Þeir sem komu inná gerðu það sem þeir áttu að gera. Ég er mjög ánægður með hvernig leikáætlunin gekk upp. Allir unnu sem einn maður og þegar það gerist þá uppsker maður vanalega,“ sagði Helgi.

Á venjulegu ári væri í kringum 15-20 þúsund manns í Vestmannaeyjum um komandi helgi en Eyjamenn ætla að hafa gaman um helgina þó ekki verði hefðbundin Þjóðhátið. Segir þjálfarinn að þessi úrslit hafi verið mikilvægur liður í því.

„Það er svekkjandi og mikið áfall fyrir okkur Eyjamenn. Við ætlum samt að hafa gaman um helgina og þetta var einn liður í því. Við höfum gaman saman og það verður hátíð í Eyjum þó hún verði öðruvísi, þetta var upphafið af því,“ sagði hæstánægður Helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×