Erlent

Veiðiþjófur í ellefu ára fangelsi vegna górilludráps

Andri Eysteinsson skrifar
Silfurbaksgórilla. Myndin er úr safni.
Silfurbaksgórilla. Myndin er úr safni. Getty/Per Anders Petterson

Veiðiþjófur hefur verið dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar í Afríkuríkinu Úganda eftir að hafa játað að hafa drepið silfurbaksgórilluna Rafiki.

Górillan Rafiki var hluti af Nkuringo ættbálknum sem hefur verið vinsæll á meðal ferðamanna í Bwindi þjóðgarðinum í Úganda. Fyrsta dag júní mánaðar tóku þjóðgarðsverðir eftir því að Rafiki væri hvergi að sjá en degi síðar fannst hræ hans limlest í garðinum.

Krufning leiddi í ljós að Rafiki hafði verið skorinn í magann og urðu líffæri hans fyrir skemmdum vegna árásarinnar. Veiðiþjófurinn Byamukama Felix var handtekinn nokkrum dögum síðar og játaði á sig ýmsar sakir, þar á meðal að hafa drepið górillu inn á verndarsvæði.

Sagði Felix að hann hafi drepið Rafiki með spjóti eftir að hann réðst að honum og samfylgdarmönnum hans sem voru við veiðar á svæðinu. Þrír þeirra voru einnig handteknir en þar sem að þeir lýstu yfir sakleysi sínu standa réttarhöld enn yfir.

Rafiki var leiðtogi hópsins sem hann tilheyrði sem samanstóð af sautján górillu,

Yfirmaður dýraverndar Úganda, Sam Mwandha, segir við CNN að réttlætinu hafi verið fullnægt.

„Ef ein manneskja drepur villt dýr, þá töpum við öll á því. Þess vegna viljum við fá alla með okkur í lið við að tryggja öryggi lífríkisins fyrir komandi kynslóðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×