Koepka í miklum ham í aðdraganda fyrsta risamótsins Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:30 Brooks Koepka mundar kylfuna í Memphis í gær. VÍSIR/GETTY Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira