„Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 09:15 Jón Bjarni rekur barinn Dillon í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Samsett „Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
„Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira