„Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 09:15 Jón Bjarni rekur barinn Dillon í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Samsett „Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira