Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 12:11 Helgin verður nánast sólarlaus og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum. VÍSIR Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira