Hélt erlendum fasteignum og milljóna málverki frá kröfuhöfum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 12:53 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira