Snertu ekki boltann í tæpar sex mínútur í byrjun seinni hálfleiks gegn Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 15:10 Byrjunin á seinni hálfleiknum hjá Breiðabliki og Gróttu í gær var afar róleg, svo ekki sé meira sagt. vísir/daníel Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar. Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53