Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 07:54 Akureyri er alla jafna vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi en nýjar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins setja strik í reikninginn í ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja. Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja.
Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12