Sonný sú eina á þessari öld | Haldið hreinu í meira en helming leikja sinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. ágúst 2020 17:00 Sonný Lára fagnar með samherjum sínum sumarið 2018, þegar Blikar urðu síðast Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.* Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.*
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30