Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 18:18 Í væntanlegri bók Björns Inga er haft eftir ónefndum ráðherra að það beri vott um dómgreindarbrest að Ágústa hafi sent bréfið. Ágústa segir ósanngjarnt að halda því fram enda hafi hún sent bréfið ásamt þrettán öðrum rekstraraðilum. Facebook - Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira