Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 19:00 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi. Vísir/EInar Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira