Innlent

Tveir handteknir vegna fíkniefnamáls í Eyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Einn gisti fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt eftir að hafa verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fíkniefnamáli. Annar maður var einnig handtekinn en var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Á þeim sem varði nóttinni í höndum lögreglu fannst talsvert magn af hvítu efni sem talið er vera kókaín. Þá var hann einnig með mikið magn lyfsseðilsskylds lyfs í fórum sínum. Á hinum fundust einnig lyfseðilsskyld lyf. Talsvert magn reiðufjár fannst á báðum aðilum.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að nokkur erill hafi verið í Vestmanneyjum í nótt. Töluverð ölvun hafi verið í bæjum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla hafi haft afskipti af. Að öðru leyti hafi skemmtanahald í Eyjum þó farið vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×