Enski boltinn

Danny Rose greinir frá kynþáttamismunun í sinn garð: Reglulega stöðvaður og spurður hvort hann aki á stolnum bíl

Ísak Hallmundarson skrifar
Danny Rose er reglulega stöðvaður af lögreglunni við akstur og hefur þurft að sanna að hann sé ekki á stolnum bíl.
Danny Rose er reglulega stöðvaður af lögreglunni við akstur og hefur þurft að sanna að hann sé ekki á stolnum bíl. getty/Alex Livesey

Danny Rose, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, greinir frá mismunun sem hann hefur orðið fyrir vegna kynþáttar síns.

„Ég er reglulega stöðvaður af lögreglunni. Mér finnst ekki gaman að keyra en þegar ég keyri er ég reglulega stöðvaður og spurður hvar ég hafi fengið bílinn og hvort hann sé stolinn. „Geturu sannað að þú keyptir þennan bíl?“ Ég hef verið spurður að þessu frá því ég fékk bílpróf,“ sagði Rose.

Þá segist hann hafa verið spurður í lest hvort hann vissi að hann væri á fyrsta farrými. Stuttu seinna hafi tveir hvítir einstaklingar labbað inn án athugasemda starfsmanns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×