Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 12:09 Ríflega tvö þúsund sýni hafa verið tekin á landamærum undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira