Lætur Katrínu Tönju þrífa æfingasalinn í lok dags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með skúringagræjunar í lok dags eins og sjá mátti á Instagram síðu þjálfara hennar. Skjámynd/Instagram Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Sjá meira
Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT
CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Sjá meira