Sport

Úti­lokar að Conor snúi aftur á þessu ári en 2021 gæti verið mögu­leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. Getty/John W. McDonough

Dana White, forseti UFC, útilokar að Conor McGregor snúi aftur í hringinn á þessu ári en segir þó að hann gæti tekið U-beygju árið 2021.

Conor tilkynnti fyrr á þessu ári að hann væri hættur í UFC. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist en þetta er í þriðja skiptið sem hann tilkynnti að hann væri hættur.

Í hin tvö skiptin snéri hann svo aftur og reikna flestir með að írski gleðigjafinn muni snúa aftur í hringinn en spurningin er bara hvenær.

„Hann er hættur á þessu ári. Hann er ekki með bardaga á þessu ári og mun ekki fá bardaga. Conor McGregor mun ekki berjast á árinu 2020,“ sagði White við My Mom's Basement hlaðvarpið.

„Ég er ekki að segja að hann muni ekki berjast árið 2021 en það hefur ekkert verið sett upp fyrir hann árið 2021. Ég get staðfest að hann mun ekki berjast árið 2020 því Conor McGregor er hættur.“

Eins og áður segir hefur Conor tvívegis áður hætt; einu sinni árið 2016 og esvo aftur árið 2019. Hann barðist síðast í janúar á þessu ári er hann rúllaði yfir Donald 'Cowboy' Cerrone og afgreiddi hann á 40 sekúndum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×