Lífið

Fallon tók fyrir „lestarslys“ Trumps

Stefán Árni Pálsson skrifar
Trump átti í vandræðum með spurningar Jonathan Swan.
Trump átti í vandræðum með spurningar Jonathan Swan.

Donald Trump Bandaríkjaforseti settist niður með fréttamanninum Jonathan Swan í þættinum AXIOS á HBO á dögunum og ræddi við hann í um fjörutíu mínútur um fjölmörg málefni.

Trump ræddi meðal annars um kórónuveirufaraldurinn og hvernig Bandaríkjamenn hafa tekið á vandamálinu, Black Lives Matter byltinguna, komandi forsetakosningar í nóvember og alþjóðasamskipti Bandaríkjamanna við ríki á borð við Kína, Afganistan og Rússland.

Viðtalið var gefið út á YouTube í gær og er það strax orðið eitt vinsælasta myndbandið á vefsíðunni í þessari viku.

Trump var í stökustu vandræðum að svara spurningum í tengslum við kórónuveiruna en var mjög stoltur af því hversu mörg próf Bandaríkjamenn taka á þegnum landsins í tengslum við veiruna. Hann sá aftur á móti ekki ástæðu til þess að velta fyrir sér hversu margir hefði látið lífið.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon tók fyrir viðtalið í spjallþætti sínum í gær. Þar talar hann um að viðtalið hafi verið algjört „lestarslys“ en gaf áhorfendum færi á að sjá atriði úr viðtalinu sem hafði verið eytt.

Þá kom Fallon sér fyrir í gervi Trump og er útkoman vægast sagt athyglisverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×