Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:15 Veislusalir hafa margir hverjir verið bókaðir fram á næsta vor vegna veislna sem fallið hafa niður í vor og sumar. Getty Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. Þá hafi borið á því að margir sem hafi ætlað að halda veislur hafi þurft að greiða staðfestingagjöld fyrir salina sem ekki hafi verið nýttir en hafi ekki fengið endurgreitt. Fréttastofa hafði samband við nokkra veislusali til að forvitnast um bókanir fyrir haustið og næsta ár og segja margir hverjir að fólk sé þegar farið að bóka veislur á næsta ári sem átti að halda núna í ár. „Fermingarnar sem áttu að vera í mars þær voru færðar yfir í ágúst og núna er fólk að færa þær aftur. Fólk er bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það er mikið um afbókanir og svo þeir sem geta fært og vilja hugsa þetta eru að færa bókanir aðeins fram í tímann,“ segir Ólöf Hanna Gunnarsdóttir, umsjónarmaður Sjálfstæðissalarins á Seltjarnarnesi. Mikið hafi verið um að fólk panti salinn fyrir næsta ár og þá sérstaklega fermingarnar að sögn Ólafar. „Það er búið að vera alveg uppbókað en núna er bara ekkert. Fólk er að færa fram eða afbóka. Það er dáldið um bókanir í ágúst, september og í október eru eiginlega allar helgar bókaðar. Það er líka komið svolítið inn í fermingarnar 2021,“ segir Ólöf. Mætti líkja ástandinu við náttúruhamfarir Umsjónarmaður Turnsins í Firðinum segist einnig hafa orðið vör við að veislum hafi verið frestað og þá sérstaklega brúðkaupsveislum og stórafmælum. „Það er mikið um bókanir fyrir næsta ár og enn sem komið er er ég ágætlega bókuð vegna þess að hjá mér er salurinn leigður allan daginn, ég er ekki með tvær veislur sama daginn, þannig að fólk getur tvískipt veislunum.“ Fólk hafi nýtt sér það vel eftir að opnaði að skipta veislunum niður í nokkur holl svo að ekki yrði of mikil mannmergð í salnum. „Eftir að reglurnar rýmkuðu núna í vor var það nýtt. Það voru einhverjar fermingar í sumar en ég hef enn ekki orðið vör við það að fólk fresti fermingum fram á næsta ár en ég hef orðið vör við það að fólk minnki fjöldann í veislunum. „Ég hef, bara til að passa upp á almannavarnir, ekki heimilað fullan leyfisfjölda ef svo má segja. Ég hef tekið minni veislur, ekki stærri,“ segir umsjónarmaðurinn. „Það bað enginn um þetta og við veðrum guðslifandi fegin að losna við þetta og komast aftur í okkar eðlilega ástand. Það mætti hálfpartinn líkja þessu við náttúruhamfarir ef þú spyrð mig.“ Þá hafi einnig verið mikið um að fólk ætli að fresta veislum fram á haust. Mikið sé um bókanir fyrir fermingarveislur í ágúst og september. Margar helgar séu uppbókaðar í ágúst og september. Í vor er einnig mikið um bókanir, vel er bókað hjá henni bæði í apríl og mars og mars er alveg uppbókaður segir umsjónarmaðurinn. Einkasamkvæmi aldrei verið fleiri Mikil aukning hefur verið í einkasamkvæmum, þar sem fólk heldur partý jafnvel við ekkert tilefni, að sögn Stefáns Magnússonar, framkvæmdastjóra Hard Rock Café í Reykjavík. „Aukningin er svo fáránlega mikil á milli ára. Ásóknin í að gera eitthvað er svo miklu, miklu meiri. Fólk er ekki að fá að sletta alveg úr klaufunum eins og það hefði viljað gera.“ Mikið hafi verið um bókaðar veislur í kring um páskana á Hard Rock. Þær hafi hins vegar allar falið niður en margar hafi verið færðar fram á haust. „Núna eru aftur komnar svona stressraddir. Það hefur samt verið þannig, þrátt fyrir þessar fermingarveisluafbókanir og tilfærslur, og það er það sem er svo skrítið við þetta allt saman, það hefur aldrei verið eins mikið að gera í einkapartýpakkanum.“ „Fólk er að halda partý, yfirleitt við einhver tilefni eins og afmæli og svoleiðis eða fólk er bara að halda partý því það er ekkert annað í gangi. Skemmtistaðirnir ekki opnir og svoleiðis,“ segir Stefán. Aðeins er byrjað að bóka fyrir næsta sumar en hann segir fólk enn halda í vonina að hægt verði að halda veislur seinna í haust. Mikið sé þó um fyrirspurnir fyrir næsta ár. „Fólk er byrjað að spá og spekúlera, það eru allir að glíma við að sama, það er svo mikil óvissa og það veit enginn hvað er að fara að gerast núna í haust. Það er það sem allir eru að glíma við, ekki bara þeir sem eru að leita sér að sal heldur við líka. Næstum allir laugardagar sumarið 2021 uppbókaðir Gamla Bíó hefur verið vinsælt til veisluhalda lengi vel en líkt og hjá öðrum veislusölum var öllu frestað að aflýst. Fyrirtæki aflýstu árshátíðum, brúðkaupum var frestað og fólk aflýsti afmælum. „Hér hefur ekki verið veisla í Gamla Bíó frá því í febrúar og tónleikahald hefur nánast allt fallið niður,“ segir Guðvarður Gíslason, jafnan kallaður Guffi, veitingamaður í Gamla Bíói. „Við náðum þrennum tónleikum í júlí miðað við að það var fimm hundruð manns. Síðan er allt stopp aftur, bæði Innipúkinn sem átti að vera um verslunarmannahelgina og Pride sem átti að vera hér um helgina. Þetta er allt saman í rauninni fallið niður. Það var mikið um brúðkaup sem voru bókuð í sumar, þau eru öll farin, fólk er að hugsa um næsta ár í þeim efnum,“ segir Guffi. Þó séu tvær brúðkaupsveislur bókaðar í lok ágúst og byrjun september en það sé óvíst hvernig fari með þær. „Það eru tvö brúðkaup bókuð hjá okkur í lok ágúst og byrjun september og fólk bíður aðalega bara eftir fréttum núna í næstu viku hvað gerist. Ef það eru sömu takmarkanir eða þær hertar þá eigum við von á því að þær fari. Og svo Menningarnótt, það er spurningin.“ Þá sé töluvert um að fólk sé að bóka veislur á næsta ári. Flest allir sem ætluðu að gifta sig í sumar eru búnir að bóka sig á helgar næsta árs. „Flest allir laugardagar næsta sumar eru farnir. Fólk er í rauninni bara búið að bóka sig fram á haustið líka og svo er bara spurning hvað gerist,“ segir Guffi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. Þá hafi borið á því að margir sem hafi ætlað að halda veislur hafi þurft að greiða staðfestingagjöld fyrir salina sem ekki hafi verið nýttir en hafi ekki fengið endurgreitt. Fréttastofa hafði samband við nokkra veislusali til að forvitnast um bókanir fyrir haustið og næsta ár og segja margir hverjir að fólk sé þegar farið að bóka veislur á næsta ári sem átti að halda núna í ár. „Fermingarnar sem áttu að vera í mars þær voru færðar yfir í ágúst og núna er fólk að færa þær aftur. Fólk er bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það er mikið um afbókanir og svo þeir sem geta fært og vilja hugsa þetta eru að færa bókanir aðeins fram í tímann,“ segir Ólöf Hanna Gunnarsdóttir, umsjónarmaður Sjálfstæðissalarins á Seltjarnarnesi. Mikið hafi verið um að fólk panti salinn fyrir næsta ár og þá sérstaklega fermingarnar að sögn Ólafar. „Það er búið að vera alveg uppbókað en núna er bara ekkert. Fólk er að færa fram eða afbóka. Það er dáldið um bókanir í ágúst, september og í október eru eiginlega allar helgar bókaðar. Það er líka komið svolítið inn í fermingarnar 2021,“ segir Ólöf. Mætti líkja ástandinu við náttúruhamfarir Umsjónarmaður Turnsins í Firðinum segist einnig hafa orðið vör við að veislum hafi verið frestað og þá sérstaklega brúðkaupsveislum og stórafmælum. „Það er mikið um bókanir fyrir næsta ár og enn sem komið er er ég ágætlega bókuð vegna þess að hjá mér er salurinn leigður allan daginn, ég er ekki með tvær veislur sama daginn, þannig að fólk getur tvískipt veislunum.“ Fólk hafi nýtt sér það vel eftir að opnaði að skipta veislunum niður í nokkur holl svo að ekki yrði of mikil mannmergð í salnum. „Eftir að reglurnar rýmkuðu núna í vor var það nýtt. Það voru einhverjar fermingar í sumar en ég hef enn ekki orðið vör við það að fólk fresti fermingum fram á næsta ár en ég hef orðið vör við það að fólk minnki fjöldann í veislunum. „Ég hef, bara til að passa upp á almannavarnir, ekki heimilað fullan leyfisfjölda ef svo má segja. Ég hef tekið minni veislur, ekki stærri,“ segir umsjónarmaðurinn. „Það bað enginn um þetta og við veðrum guðslifandi fegin að losna við þetta og komast aftur í okkar eðlilega ástand. Það mætti hálfpartinn líkja þessu við náttúruhamfarir ef þú spyrð mig.“ Þá hafi einnig verið mikið um að fólk ætli að fresta veislum fram á haust. Mikið sé um bókanir fyrir fermingarveislur í ágúst og september. Margar helgar séu uppbókaðar í ágúst og september. Í vor er einnig mikið um bókanir, vel er bókað hjá henni bæði í apríl og mars og mars er alveg uppbókaður segir umsjónarmaðurinn. Einkasamkvæmi aldrei verið fleiri Mikil aukning hefur verið í einkasamkvæmum, þar sem fólk heldur partý jafnvel við ekkert tilefni, að sögn Stefáns Magnússonar, framkvæmdastjóra Hard Rock Café í Reykjavík. „Aukningin er svo fáránlega mikil á milli ára. Ásóknin í að gera eitthvað er svo miklu, miklu meiri. Fólk er ekki að fá að sletta alveg úr klaufunum eins og það hefði viljað gera.“ Mikið hafi verið um bókaðar veislur í kring um páskana á Hard Rock. Þær hafi hins vegar allar falið niður en margar hafi verið færðar fram á haust. „Núna eru aftur komnar svona stressraddir. Það hefur samt verið þannig, þrátt fyrir þessar fermingarveisluafbókanir og tilfærslur, og það er það sem er svo skrítið við þetta allt saman, það hefur aldrei verið eins mikið að gera í einkapartýpakkanum.“ „Fólk er að halda partý, yfirleitt við einhver tilefni eins og afmæli og svoleiðis eða fólk er bara að halda partý því það er ekkert annað í gangi. Skemmtistaðirnir ekki opnir og svoleiðis,“ segir Stefán. Aðeins er byrjað að bóka fyrir næsta sumar en hann segir fólk enn halda í vonina að hægt verði að halda veislur seinna í haust. Mikið sé þó um fyrirspurnir fyrir næsta ár. „Fólk er byrjað að spá og spekúlera, það eru allir að glíma við að sama, það er svo mikil óvissa og það veit enginn hvað er að fara að gerast núna í haust. Það er það sem allir eru að glíma við, ekki bara þeir sem eru að leita sér að sal heldur við líka. Næstum allir laugardagar sumarið 2021 uppbókaðir Gamla Bíó hefur verið vinsælt til veisluhalda lengi vel en líkt og hjá öðrum veislusölum var öllu frestað að aflýst. Fyrirtæki aflýstu árshátíðum, brúðkaupum var frestað og fólk aflýsti afmælum. „Hér hefur ekki verið veisla í Gamla Bíó frá því í febrúar og tónleikahald hefur nánast allt fallið niður,“ segir Guðvarður Gíslason, jafnan kallaður Guffi, veitingamaður í Gamla Bíói. „Við náðum þrennum tónleikum í júlí miðað við að það var fimm hundruð manns. Síðan er allt stopp aftur, bæði Innipúkinn sem átti að vera um verslunarmannahelgina og Pride sem átti að vera hér um helgina. Þetta er allt saman í rauninni fallið niður. Það var mikið um brúðkaup sem voru bókuð í sumar, þau eru öll farin, fólk er að hugsa um næsta ár í þeim efnum,“ segir Guffi. Þó séu tvær brúðkaupsveislur bókaðar í lok ágúst og byrjun september en það sé óvíst hvernig fari með þær. „Það eru tvö brúðkaup bókuð hjá okkur í lok ágúst og byrjun september og fólk bíður aðalega bara eftir fréttum núna í næstu viku hvað gerist. Ef það eru sömu takmarkanir eða þær hertar þá eigum við von á því að þær fari. Og svo Menningarnótt, það er spurningin.“ Þá sé töluvert um að fólk sé að bóka veislur á næsta ári. Flest allir sem ætluðu að gifta sig í sumar eru búnir að bóka sig á helgar næsta árs. „Flest allir laugardagar næsta sumar eru farnir. Fólk er í rauninni bara búið að bóka sig fram á haustið líka og svo er bara spurning hvað gerist,“ segir Guffi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira