Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 08:49 Flugvélin komin upp á bakka Þingvallavatns tveimur dögum eftir að hún lenti á vatninu. Aðsend Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni. Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni.
Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09
Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57