Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 12:18 Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent frá 2018 til 2019. Vísir/Vilhelm Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður. Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður.
Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15