Kylfa kraftakarlsins gaf sig á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 11:30 Bryson DeChambeau með brotnu kylfuna. getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira