Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 12:03 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Rússlandi. AP/Pavel Golovkin Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira