Fyrsti ráðherra Skotlands brjáluð út í leikmenn Aberdeen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 14:45 Nicola Sturgeon húðskammaði leikmenn Aberdeen fyrir gáleysi og dómgreindarbrest. getty/Andrew Milligan Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins. Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins.
Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira