Listin að lifa með Covid Pétur Magnússon skrifar 7. ágúst 2020 15:49 Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun