Guðni Bergsson: Staðan versnað síðan við sóttum um undanþágu Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. skjáskot/stöð2 Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan. KSÍ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
KSÍ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira