Mikil spenna á fyrsta risamóti ársins Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 23:05 Li á hringnum í dag. getty/Christian Petersen Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu. Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari. Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele. Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu. Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari. Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele. Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira