Golf

Mikil spenna á fyrsta risamóti ársins

Ísak Hallmundarson skrifar
Li á hringnum í dag.
Li á hringnum í dag. getty/Christian Petersen

Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu.

Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari.

 Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag.

Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele.

Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. 

Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×