Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2020 19:45 Rúnar Páll í viðtali dagsins. vísir/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. Rúnar Páll og Stjörnumenn eru eins og öll knattspyrnufélög landsins ekkert að spila þessa daganna eftir að allur fótbolti var settur á pásu vegna seinni bylgju kórónuveirunnar. Ekki er komin dagsetning á það hvenær boltinn fer aftur að rúlla og ljóst að spilað verður langt fram í veturinn. „Það verður spennandi að sjá hvernig við tæklum þetta hérna í nóvember og desember,“ sagði Rúnar Páll. „Þetta er fínt fyrir okkur sem erum með gervigras og flóðljós en verra fyrir liðin sem eru enn á grasi og hafa ekki flóðljós. Hvernig þau ætla að tækla sína heimaleiki verður gaman að sjá.“ Hann er ekki bjartsýnn á að boltinn fari að rúlla á næstu dögum. „Ef það halda áfram að greinast smit efast ég um að það verði leyft að spila fótbolta hérna á Íslandi sem er umhugsunarefni.“ „Börum og veitingastöðum er leyft að vera opnir og miðað við fréttir dagsins þá er ekki verið að fara eftir fyrirmælum þar. Á meðan erum við fílhraustir karlmenn. Við erum innan við hundrað inn á vellinum og mér finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi.“ Rúnar skynjar það að það sé kergja í boltanum en segir heilsu almennings í fyrsta sæti. Reglurnar skjóta þá skökku við. „Þetta er óvissa en þetta snýst allt um heilsu almennings. Við tökum þátt í því að sjálfsögðu og förum eftir lögum og reglum. Miðað við að allt annað er opið og allt er leyfilegt þá er þetta skrýtið umhverfi fyrir okkur. Allar aðrar atvinnugreinar eru í starfi nema við.“ „Við getum alltaf haldið mönnum í líkamlegu ástandi. Ég held að það sé minnsta málið í þessu. Andlega hliðin að þurfa alltaf að fara pásur og fótboltalega séð er erfiðara að halda úti. Það er erfitt að geta ekki æft, hitt félaganna og notað klefann og spilað fótbolta sem er skemmtilegast. Þetta er erfitt,“ sagði Rúnar. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Páll Pepsi Max-deild karla Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. Rúnar Páll og Stjörnumenn eru eins og öll knattspyrnufélög landsins ekkert að spila þessa daganna eftir að allur fótbolti var settur á pásu vegna seinni bylgju kórónuveirunnar. Ekki er komin dagsetning á það hvenær boltinn fer aftur að rúlla og ljóst að spilað verður langt fram í veturinn. „Það verður spennandi að sjá hvernig við tæklum þetta hérna í nóvember og desember,“ sagði Rúnar Páll. „Þetta er fínt fyrir okkur sem erum með gervigras og flóðljós en verra fyrir liðin sem eru enn á grasi og hafa ekki flóðljós. Hvernig þau ætla að tækla sína heimaleiki verður gaman að sjá.“ Hann er ekki bjartsýnn á að boltinn fari að rúlla á næstu dögum. „Ef það halda áfram að greinast smit efast ég um að það verði leyft að spila fótbolta hérna á Íslandi sem er umhugsunarefni.“ „Börum og veitingastöðum er leyft að vera opnir og miðað við fréttir dagsins þá er ekki verið að fara eftir fyrirmælum þar. Á meðan erum við fílhraustir karlmenn. Við erum innan við hundrað inn á vellinum og mér finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi.“ Rúnar skynjar það að það sé kergja í boltanum en segir heilsu almennings í fyrsta sæti. Reglurnar skjóta þá skökku við. „Þetta er óvissa en þetta snýst allt um heilsu almennings. Við tökum þátt í því að sjálfsögðu og förum eftir lögum og reglum. Miðað við að allt annað er opið og allt er leyfilegt þá er þetta skrýtið umhverfi fyrir okkur. Allar aðrar atvinnugreinar eru í starfi nema við.“ „Við getum alltaf haldið mönnum í líkamlegu ástandi. Ég held að það sé minnsta málið í þessu. Andlega hliðin að þurfa alltaf að fara pásur og fótboltalega séð er erfiðara að halda úti. Það er erfitt að geta ekki æft, hitt félaganna og notað klefann og spilað fótbolta sem er skemmtilegast. Þetta er erfitt,“ sagði Rúnar. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Páll
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira