Gamla Liverpool stjarnan vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:15 Daniel Sturridge endaði tíma sinn hjá Liverpool sem Evrópumeistari. Getty/Quality Sport Images Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge. Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge.
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira