Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2020 21:57 Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52