Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2020 11:05 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga eftir að forsetaframbjóðandinn Svetlana Tikhanovskaya ákvað að flýja til Litháens í kjölfar forsetakosninga sunnudagsins. Sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir síðustu daga. Landskjörstjórn í Hvíta-Rússlandi segir forsetann Alexander Lúkasjenkó, sem oft hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu, hafa hlotið 80 prósent atkvæða og Tikhanovskaya um 10 prósent. Háværar raddir hafa hins vegar verið uppi um kosningasvindl og samkvæmt Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, voru kosningarnar hvorki frjálsar né sanngjarnar. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir í samtali við SVT að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB muni ræða saman á fjarfundi á föstudaginn til að ræða þann möguleika að beita Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum. Á þeim fundi verði einnig rætt þróun mála í austurhluta Miðjarðarhafs og Líbanon. Linde segir að mögulegar viðskiptaþvinganir myndi beinast gegn þeim sem beri ábyrgð á kosningasvindli, að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar og sanngjarnar og því að lögregla hafi beitt mótmælendur ofbeldi. ESB hefur áður beitt einstaklinga sem tengjast Lúkasjenkó nánum böndum viðskiptaþvingunum, en mörgum þeirra refsiaðgerða var aflétt eftir að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi sleppti nokkrum fjölda pólitískra fanga árið 2016. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga eftir að forsetaframbjóðandinn Svetlana Tikhanovskaya ákvað að flýja til Litháens í kjölfar forsetakosninga sunnudagsins. Sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir síðustu daga. Landskjörstjórn í Hvíta-Rússlandi segir forsetann Alexander Lúkasjenkó, sem oft hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu, hafa hlotið 80 prósent atkvæða og Tikhanovskaya um 10 prósent. Háværar raddir hafa hins vegar verið uppi um kosningasvindl og samkvæmt Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, voru kosningarnar hvorki frjálsar né sanngjarnar. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir í samtali við SVT að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB muni ræða saman á fjarfundi á föstudaginn til að ræða þann möguleika að beita Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum. Á þeim fundi verði einnig rætt þróun mála í austurhluta Miðjarðarhafs og Líbanon. Linde segir að mögulegar viðskiptaþvinganir myndi beinast gegn þeim sem beri ábyrgð á kosningasvindli, að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar og sanngjarnar og því að lögregla hafi beitt mótmælendur ofbeldi. ESB hefur áður beitt einstaklinga sem tengjast Lúkasjenkó nánum böndum viðskiptaþvingunum, en mörgum þeirra refsiaðgerða var aflétt eftir að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi sleppti nokkrum fjölda pólitískra fanga árið 2016.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40