Fjórar helstu áskoranir fyrirtækja í kjölfar kórónufaraldurs Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 09:00 Óvissa einkennir atvinnulífið um allan heim í kjölfar kórónufaraldurs. Vísir/Getty Rannsókn sem gerð var meðal 900 fyrirtækja í Bandaríkjunum á dögunum sýnir að stjórnendur telja helstu áskoranir fyrirtækja næstu missera helst vera fjórar: Starfsmannaandinn Vinnurými Sala Óvissa. Í rannsókninni voru stjórnendur beðnir um að nefna helstu áskoranir og hvaða leiðir þeir teldu vænlegastar til að koma fyrirtækjunum í gegnum þær. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: 1. Starfsmannaandinn Einkennandi í svörum stjórnenda voru upplýsingar um að starfsfólk væri almennt farið að finna verulega fyrir þreytu eftir margra mánaða heimsfaraldur. Kulnun, veikindi og viðvarandi áhyggjur eru farnar að segja til sín og víða er hægara sagt en gert að byggja upp stemningu þegar fólk er ýmist í fjarvinnu eða undir miklu álagi. Stjórnendur sögðust flestir telja vænlegustu leiðina til að halda uppi góðum anda meðal starfsmanna væri að sýna fólki skilningi á aðstæðum og þá einna helst því að fólk þyrfti á góðri hvíld að halda frá vinnu. Ekki væri nóg að horfa til þess að fólk hefði farið í frí í sumar heldur þyrftu stjórnendur einnig að huga að fríum og hvíld frá vinnu á komandi haust og vetrarmánuðum. Annars væri hætta á að viðvarandi álag í kjölfar faraldursins yrði of dýru verði keypt. 2. Vinnurýmin Fjarlægðarmörk, spritt og sóttvarnir er hinn nýi veruleiki og allt í einu standa vinnustaðir frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja öll svæði starfsmanna. Þá verður fjarvinna veruleiki víða. Heilt yfir sögðust flestir stjórnendur telja að fólk myndi til framtíðar horfa sérstaklega til vinnustaða sem bjóða upp á fjarvinnu að hluta eða að öllu leyti. Þannig væri fjarvinnan komin til að vera. Hvert og eitt fyrirtæki þyrfti hins vegar að finna út úr því hvers konar fyrirkomulag hentaði þeim best og skapa aðstæður fyrir starfsfólk í samræmi. 3. Salan Í þeirri óvissu sem nú er uppi eiga menn víðast hvar erfitt með að spá fyrir um það hvernig salan eða rekstraráætlanir munu ganga eftir næstu mánuði og ár. Hér kom fram í svörum að stjórnendur telja mikilvægast að gera nýjar þarfagreiningar og mæta þeim. Þetta þýðir að fyrirtæki þurfa að horfa til breyttra neysluvenja og aðlaga rekstur og þjónustu hjá sér miðað við þessar breytingar. Tæplega helmingur svarenda (48%) sögðu að fyrirtækin þeirra hefðu nú þegar boðið fram einhverjar nýjungar sem urðu til í kjölfar kórónufaraldurs. Helmingur þeirra sögðu breytingarnar vera komnar til að vera. Þá kom fram að til að ná árangri í sölu þyrfti einnig að breyta áherslum í markaðsmálum því í dag ættu ekki endilega við sömu skilaboð til kaupenda og áður. 4. Óvissan Hversu lengi mun ástandið vara, hvernig mun efnahagur samfélagsins þróast og hvaða áhrif mun faraldurinn hafa á markaðinn og virðiskeðjuna í heild sinni? Allt eru þetta áleitnar spurningar sem stjórnendur velta fyrir sér og gerir þeim erfitt um vik í áætlanaðgerð og ákvarðanatöku. Í svörum sögðu stjórnendur að það eina í stöðunni væri að taka ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja dag frá degi. Aðstæðurnar væru svo sannarlega að reyna á leiðtogahæfni stjórnenda en þar fælist lykilatriðið ekki síst í því að horfa á lausnir og nýjungar með opnum huga. Þá væri mikilvægt að stjórnendur hlusti á sem flest sjónarmið og reyni með því að temja sér ákveðna víðsýni við stjórnun. Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Rannsókn sem gerð var meðal 900 fyrirtækja í Bandaríkjunum á dögunum sýnir að stjórnendur telja helstu áskoranir fyrirtækja næstu missera helst vera fjórar: Starfsmannaandinn Vinnurými Sala Óvissa. Í rannsókninni voru stjórnendur beðnir um að nefna helstu áskoranir og hvaða leiðir þeir teldu vænlegastar til að koma fyrirtækjunum í gegnum þær. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: 1. Starfsmannaandinn Einkennandi í svörum stjórnenda voru upplýsingar um að starfsfólk væri almennt farið að finna verulega fyrir þreytu eftir margra mánaða heimsfaraldur. Kulnun, veikindi og viðvarandi áhyggjur eru farnar að segja til sín og víða er hægara sagt en gert að byggja upp stemningu þegar fólk er ýmist í fjarvinnu eða undir miklu álagi. Stjórnendur sögðust flestir telja vænlegustu leiðina til að halda uppi góðum anda meðal starfsmanna væri að sýna fólki skilningi á aðstæðum og þá einna helst því að fólk þyrfti á góðri hvíld að halda frá vinnu. Ekki væri nóg að horfa til þess að fólk hefði farið í frí í sumar heldur þyrftu stjórnendur einnig að huga að fríum og hvíld frá vinnu á komandi haust og vetrarmánuðum. Annars væri hætta á að viðvarandi álag í kjölfar faraldursins yrði of dýru verði keypt. 2. Vinnurýmin Fjarlægðarmörk, spritt og sóttvarnir er hinn nýi veruleiki og allt í einu standa vinnustaðir frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja öll svæði starfsmanna. Þá verður fjarvinna veruleiki víða. Heilt yfir sögðust flestir stjórnendur telja að fólk myndi til framtíðar horfa sérstaklega til vinnustaða sem bjóða upp á fjarvinnu að hluta eða að öllu leyti. Þannig væri fjarvinnan komin til að vera. Hvert og eitt fyrirtæki þyrfti hins vegar að finna út úr því hvers konar fyrirkomulag hentaði þeim best og skapa aðstæður fyrir starfsfólk í samræmi. 3. Salan Í þeirri óvissu sem nú er uppi eiga menn víðast hvar erfitt með að spá fyrir um það hvernig salan eða rekstraráætlanir munu ganga eftir næstu mánuði og ár. Hér kom fram í svörum að stjórnendur telja mikilvægast að gera nýjar þarfagreiningar og mæta þeim. Þetta þýðir að fyrirtæki þurfa að horfa til breyttra neysluvenja og aðlaga rekstur og þjónustu hjá sér miðað við þessar breytingar. Tæplega helmingur svarenda (48%) sögðu að fyrirtækin þeirra hefðu nú þegar boðið fram einhverjar nýjungar sem urðu til í kjölfar kórónufaraldurs. Helmingur þeirra sögðu breytingarnar vera komnar til að vera. Þá kom fram að til að ná árangri í sölu þyrfti einnig að breyta áherslum í markaðsmálum því í dag ættu ekki endilega við sömu skilaboð til kaupenda og áður. 4. Óvissan Hversu lengi mun ástandið vara, hvernig mun efnahagur samfélagsins þróast og hvaða áhrif mun faraldurinn hafa á markaðinn og virðiskeðjuna í heild sinni? Allt eru þetta áleitnar spurningar sem stjórnendur velta fyrir sér og gerir þeim erfitt um vik í áætlanaðgerð og ákvarðanatöku. Í svörum sögðu stjórnendur að það eina í stöðunni væri að taka ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja dag frá degi. Aðstæðurnar væru svo sannarlega að reyna á leiðtogahæfni stjórnenda en þar fælist lykilatriðið ekki síst í því að horfa á lausnir og nýjungar með opnum huga. Þá væri mikilvægt að stjórnendur hlusti á sem flest sjónarmið og reyni með því að temja sér ákveðna víðsýni við stjórnun.
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira