Atvinnulíf

„Fer út í daginn upp­full af hundaknúsi“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Tíkin Lóa og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og formaður FKA. Ingibjörg segir lykilatriði að gefa sér tíma með hundunum á morgnana í útiveru og þrautaleiki. Því þá eru þeir sultuslakir yfir daginn, búnir að losa um orkuna sína og hún farinn inn í sinn dag uppfull af hundaknúsi.
Tíkin Lóa og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og formaður FKA. Ingibjörg segir lykilatriði að gefa sér tíma með hundunum á morgnana í útiveru og þrautaleiki. Því þá eru þeir sultuslakir yfir daginn, búnir að losa um orkuna sína og hún farinn inn í sinn dag uppfull af hundaknúsi. Vísir/Anton Brink

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Ég vakna um átta leytið á morgnana og það er gæðatíminn minn með hundunum. 

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

Ég fer alltaf rólega út í daginn. 

Gef mér tíma með hundunum, fer með þá í útiveru og þrautaleiki. 

Það skiptir miklu máli að losa orkuna hjá þeim á morgnana, þá eru þau sultuslök allan daginn, meðan ég fer út í daginn uppfull af hundaknúsi.“

Á skalanum 0–10, hversu handlagin telstu vera á heimilinu?

„Já, það er svona tvistur. Ég get afkastað mjög miklu, en vandvirknin er ekki alltaf upp á tíu. Maðurinn minn er hins vegar mjög handlaginn – sem betur fer! En svona er gott að hafa hlutina í réttu limbói.“

Aðspurð um skipulagið segir Ingibjörg mestu skipta að vera í virku og góðu samtali við starfsfólkið sitt. Þess vegna fari hún mikið á milli verslana því þannig tryggi hún sér yfirsýn.Vísir/Anton Brink

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Ég var að klára að opna nýja Gæludýr.is verslun í Reykjanesbæ. Við opnuðum í síðasta mánuði og það hefur verið mjög skemmtilegt ferli að fylgja þeirri verslun eftir. Okkur hefur verið afar vel tekið og við erum alsæl að vera loksins komin suður með sjó – enda eru Suðurnesjamenn mikið gæludýrafólk og þar búa fjölmörg gæludýr.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Ég legg mjög mikla áherslu á að vera í virku samtali við starfsfólkið mitt. Ég fer mikið á milli verslana og þarf að hafa góða yfirsýn og eiga góð samskipti við mitt fólk. 

Mér finnst mannauðurinn lykilatriði í öllum rekstri – enda væri Gæludýr.is ekki þetta frábæra fyrirtæki nema með þessu frábæra starfsfólki.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Ég hef trú á að svefn sé allra meina bót og lykilatriði er að hvílast vel. Ég leggst alltaf á koddann klukkan tíu – eða næstum alltaf.“


Tengdar fréttir

Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum

Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga.

Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi

Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×