Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 22:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir á landamærunum ekki þurfa að haldast í hendur við aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13