Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:56 Grímur eru á allra vörum þessa dagana. Getty Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira