Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:56 Grímur eru á allra vörum þessa dagana. Getty Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira