Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:56 Grímur eru á allra vörum þessa dagana. Getty Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira