Hægt verði að greina 5000 sýni á dag eftir helgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 14:26 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Vonir standa til að hægt verði að greina umtalsvert fleiri kórónuveirupróf á næstunni. Með flutningi hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar er talið að afkastagetan muni aukast úr 2000 sýnum á dag upp í 5000 dagleg sýni. Þetta kom fram í máli Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þrátt fyrir að núverandi greiningargeta hafi miðast við 2000 sýni á dag hefur þurft að sinna umtalsvert fleiri sýnum á síðustu dögum. Þannig hafa sýnin oft verið fleiri en 2500 undanfarnar vikur og hátt í 3000 síðustu tvo daga. Karl sagði ljóst að þrátt fyrir dugnað og útsjónarsemi starfsfólks, þannig að hægt væri að greina öll sýnin, væri ljóst að þetta gangi ekki til lengdar. Því sé sýkla- og veirufræðideildin þakklát Íslenskri erfðagreiningu fyrir að hlaupa undir bagga með sér. Fyrirtækið og deildin hafi nú ákveðið að snúa bökum saman til að auka afkastagetuna frekar. Það verði gert með því að flytja hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Verið sé að undirbúa flutninginn og standa vonir til að hægt verði að ráðast í hann í upphafi næstu viku. Við það muni greiningargetan aukast „mjög mikið“ að sögn Karls. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar er talinn geta afkastað um 5000 sýnum á dag, sem er um 150 prósent aukninga frá núverandi getu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Vonir standa til að hægt verði að greina umtalsvert fleiri kórónuveirupróf á næstunni. Með flutningi hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar er talið að afkastagetan muni aukast úr 2000 sýnum á dag upp í 5000 dagleg sýni. Þetta kom fram í máli Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þrátt fyrir að núverandi greiningargeta hafi miðast við 2000 sýni á dag hefur þurft að sinna umtalsvert fleiri sýnum á síðustu dögum. Þannig hafa sýnin oft verið fleiri en 2500 undanfarnar vikur og hátt í 3000 síðustu tvo daga. Karl sagði ljóst að þrátt fyrir dugnað og útsjónarsemi starfsfólks, þannig að hægt væri að greina öll sýnin, væri ljóst að þetta gangi ekki til lengdar. Því sé sýkla- og veirufræðideildin þakklát Íslenskri erfðagreiningu fyrir að hlaupa undir bagga með sér. Fyrirtækið og deildin hafi nú ákveðið að snúa bökum saman til að auka afkastagetuna frekar. Það verði gert með því að flytja hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Verið sé að undirbúa flutninginn og standa vonir til að hægt verði að ráðast í hann í upphafi næstu viku. Við það muni greiningargetan aukast „mjög mikið“ að sögn Karls. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar er talinn geta afkastað um 5000 sýnum á dag, sem er um 150 prósent aukninga frá núverandi getu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32