Þvertók fyrir nauðgun en trúði samt ekki hvað hann hafði gert vinkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2020 15:04 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar 2018. Vinkonan hafði farið heim með fyrrverandi pari að loknu þorrablóti og voru þau öll ölvuð. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Hann klæddi hana úr sokkabuxum og nærfötum og hafði við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Orð gegn orði Karlmaðurinn neitaði sök í málinu. Ágreiningslaust var að þau voru öll saman á heimili hinnar konunnar, fyrrverandi sambýliskonu karlmannsins til nokkurra ára, og voru þau bæði verulega ölvuð. Parið fyrrverandi lögðust til hvílu í sófanum og tók brotaþoli myndir á símann sinn, bæði af þeim sofandi og sér haldandi á rauðvínsflösku og sendi á vin í SMS-skilaboðum um hálfsexleytið um morguninn. Virðist brotaþoli hafa lagst til hvílu í sófanum hjá parinu fyrrverandi og sofnaði. Þá er ágreiningslaust að maðurinn klæddi konuna úr sokkabuxunum á meðan hún var sofandi en á þeim tíma hafi konan sem var húsráðandi verið farin inn í svefnherbergi. Karlmaðurinn neitaði að hafa haft samræði við vinkonu sína eftir að hafa klætt hana úr sokkabuxunum. Stóð þar því orð gegn orði. Skýr og einlægur framburður Framburður konunnar var í meginatriðum skýr og einlægur að því marki sem hún mundi eftir atvikum að mati héraðsdóms. Skýrslugjöf fyrir dómi bar þess greinilega merki hve atburðurinn reyndist henni þungbær. Framburðurinn samrýmdist þeim sem hún gaf hjá lögreglu og á neyðarmóttöku strax um morguninn eftir brotið. Hún mundi eftir símasamskiptum við vin sinn, parið fyrrverandi hafi verið sofnað í sófanum en hún hafi svo lognast útaf. Hún mundi þó ekki hvernig það atvikaðist að húsráðandi fór úr sófanum eða í hvaða líkamsstellingu hún fór sjálf að sofa. Benti það til mikillar ölvunar að mati dómsins. Framburður hennar bar þess skýr merki að hún hefði greint frá atburðum eins og hún mundi eftir en væri ekki að geta í eyðurnar. Tvær minningar frá nóttinni Framburður hennar var frá upphafi á þann veg að hún hefði rumskað við að ákærði var að draga niður um hana sokkabuxurnar og síðan haft samfarir við hana. Átti hún tvær minningar frá nóttinni. Annars vegar að horfa á manninn frá hlið klæða hana úr sokkabuxunum og hins vegar liggjandi á bakinu á meðan maðurinn hafði við hana samfarir. Þá lýsti hún því hvernig hún fann fyrir ákærða inni í sér á sama tíma, og var framburður hennar mjög afgerandi um þetta. Þessu til viðbótar lýsti hún því með skýrum og afgerandi hætti, þegar hún vaknaði á eftir, hvernig hún fann það á líkama sínum að búið var að hafa við hana samfarir í leggöng. Þá liggur fyrir að konan yfirgaf húsnæðið skjótt eftir að hún vaknaði, fór grátandi úr húsi og skildi skóna eftir. Vinur á bíl sem sótti hana um morguninn bar vitni um ástand hennar. Sömu sögu var að segja um lækni og hjúkrunarfræðing á neyðarmóttöku. Studdi það framburð um að brotið hefði verið kynferðislega á konunni. Átti andlega erfitt í langan tíma Engir áverkar voru á konunni við kvenskoðun. Studdi það framburð konunnar að hún hefði verið sofandi þegar brotið var framið. Hún hafi því ekki verið spennt eða streist á móti. Þá drægi ekki úr gildi framburðar hennar að ekki fundust nothæf lífsýni til DNA-kennslagreiningar. Benti það til þess að maðurinn hefði ekki haft sáðlát við samfarirnir. Samræmdist það því sem gerðist síðar um morguninn að ákærði hafði samfarir við húsráðanda, fyrrverandi sambýliskonu sína. Magn áfengis í blóði konunnar fimm tímum eftir brotið sýndi að hún hefði verið mjög ölvuð og styddi að hún hefði sofnað ölvunarsvefni í sófanum. Ástandið hefði verið þannig að hún gat ekki spornað við verknaðinum. Tveir sálfræðingar skrifuðu vottorð upp á að að konan hefði átt andlega erfitt í langan tíma eftir brotið. Studdi það framburð hennar um nauðgun. Með „vonda tilfinninga“ Framburður karlmannsins var um margt óskýr. Hann kannaðist við að hafa gyrt niður um konuna þegar hún var sofandi og hefði verið með „vonda tilfinningu“ þegar hann vaknaði undir hádegi daginn eftir. Minni hans virtist gloppótt sem talið var skýrast af vímuefnaneyslu. Fyrir dómi vísaði hann því á bug að hafa haft samræði við konuna rænulausa. Hann hefði engar minningar um slíkt. Var á honum að skilja að hann legði til grundvallar að það gæti ekki verið að hann hefði brotið kynferðislega gegn konunni. Það væri vegna almennra viðhorfa hans og/eða fyrri vináttu hans og konunnar. Það gæti ekki verið að hann myndi nokkurn tímann sýna af sér slíkan dómgreindarbrest undir áhrifum. Ekki viss hvað hefði gerst Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu voru svör hans um að hann væri viss um hvað hefði í raun og veru gerst eða ekki gerst ekki eins afgerandi og þau voru fyrir dómi. Samkvæmt lögregluskýrslunni, sem var tekin upp í hljóði og mynd, var hann oft ekki viss um hvað hefði gerst milli hans og konunnar. Hann mundi ekki eftir atvikum og voru svör hans eftir því. Þegar framburður karlmannsins fyrir dómi var borinn saman við framburð hans hjá lögreglu þótti ljóst að hann hefði tekið breytingum í framangreindu tilliti. Fyrir dómi kannaðist hann við framburð sinn hjá lögreglu en tók fram að hann hefði farið betur yfir málsatvik í huganum frá því að hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Að mati dómsins væri hæpið að byggja á slíkum skýringum og væru þær haldlausar. Óskýr framburður dró úr gildi hans við sönnunarmatið. „Veist að ég dýrka þig“ Karlmaðurinn sendi konunni tvenn SMS-skilaboð í hádeginu daginn eftir. Í þeim fyrri sagði: „Nenniru að segja mér að þetta hafi verið martröð? Ef ég man þetta rétt þá tek ég því hvað sem þú vilt gera. “ Í hinum síðari sagði: „Disess kræst.. veit ekki hvar á að byrja.. veist að ég dýrka þig, trúi ekki að ég hafi gert þér þetta ojbarasta langar ekki að lifa!!!“ Dómurinn mat ekki sennilegt að slík skilaboð skýrðust af því einu að hann hefði gyrt niður buxurnar á konunni. Þvert á móti bentu þau til þess að hann hefði gengið mun lengra og hann hefði haft aðrar og meiri minningar um meint brot en hann hefði fengist til að gangast við. Dró efni skilaboðanna úr gildi framburðar karlmannsins en styddu fremur framburð konunnar. Gerði eitthvað kynferðislega brenglað Til viðbótar þessu bar húsráðandi, fyrrverandi sambýliskona mannsins og vinkona konunnar, að karlmaðurinn hefði eftir hádegi daginn eftir kannast við að hafa gert eitthvað „kynferðislega brenglað“ við konuna. Hann hafi verið miður sín og grátið. Það hafi verið óvenjulegt í fari hans en húsráðandi og hann höfðu verið par í fjögur eða fimm ár. Karlmaðurinn viðurkenndi að hafa viðhaft þessi ummæli en af framburði hans væri ljóst að honum hefði liðið illa andlega þennan dag. Að mati dómsins bentu þessi ummæli og líðan ákærða á þessum tíma til þess að hann hefði gert sér grein fyrir því að hann hefði brotið með alvarlegum hætti kynferðislega gegn konunni. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði brotið gegn konunni. Mikill trúnaðarbrestur Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um mjög alvarlegt brot var að ræða og beindist gegn kynfrelsi ungrar konu sem var vinkona hans. Sömuleiðis í aðstæðum þar sem hún átti að vera örugg. Var því um að ræða mikinn trúnaðarbrest. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif á refsingu en hann átti sér engar málsbætur að mati dómsins. Var refsing hans ákveðin tvö og hálft ár í fangelsi en þá þarf hann að greiða 1,8 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar 2018. Vinkonan hafði farið heim með fyrrverandi pari að loknu þorrablóti og voru þau öll ölvuð. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Hann klæddi hana úr sokkabuxum og nærfötum og hafði við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Orð gegn orði Karlmaðurinn neitaði sök í málinu. Ágreiningslaust var að þau voru öll saman á heimili hinnar konunnar, fyrrverandi sambýliskonu karlmannsins til nokkurra ára, og voru þau bæði verulega ölvuð. Parið fyrrverandi lögðust til hvílu í sófanum og tók brotaþoli myndir á símann sinn, bæði af þeim sofandi og sér haldandi á rauðvínsflösku og sendi á vin í SMS-skilaboðum um hálfsexleytið um morguninn. Virðist brotaþoli hafa lagst til hvílu í sófanum hjá parinu fyrrverandi og sofnaði. Þá er ágreiningslaust að maðurinn klæddi konuna úr sokkabuxunum á meðan hún var sofandi en á þeim tíma hafi konan sem var húsráðandi verið farin inn í svefnherbergi. Karlmaðurinn neitaði að hafa haft samræði við vinkonu sína eftir að hafa klætt hana úr sokkabuxunum. Stóð þar því orð gegn orði. Skýr og einlægur framburður Framburður konunnar var í meginatriðum skýr og einlægur að því marki sem hún mundi eftir atvikum að mati héraðsdóms. Skýrslugjöf fyrir dómi bar þess greinilega merki hve atburðurinn reyndist henni þungbær. Framburðurinn samrýmdist þeim sem hún gaf hjá lögreglu og á neyðarmóttöku strax um morguninn eftir brotið. Hún mundi eftir símasamskiptum við vin sinn, parið fyrrverandi hafi verið sofnað í sófanum en hún hafi svo lognast útaf. Hún mundi þó ekki hvernig það atvikaðist að húsráðandi fór úr sófanum eða í hvaða líkamsstellingu hún fór sjálf að sofa. Benti það til mikillar ölvunar að mati dómsins. Framburður hennar bar þess skýr merki að hún hefði greint frá atburðum eins og hún mundi eftir en væri ekki að geta í eyðurnar. Tvær minningar frá nóttinni Framburður hennar var frá upphafi á þann veg að hún hefði rumskað við að ákærði var að draga niður um hana sokkabuxurnar og síðan haft samfarir við hana. Átti hún tvær minningar frá nóttinni. Annars vegar að horfa á manninn frá hlið klæða hana úr sokkabuxunum og hins vegar liggjandi á bakinu á meðan maðurinn hafði við hana samfarir. Þá lýsti hún því hvernig hún fann fyrir ákærða inni í sér á sama tíma, og var framburður hennar mjög afgerandi um þetta. Þessu til viðbótar lýsti hún því með skýrum og afgerandi hætti, þegar hún vaknaði á eftir, hvernig hún fann það á líkama sínum að búið var að hafa við hana samfarir í leggöng. Þá liggur fyrir að konan yfirgaf húsnæðið skjótt eftir að hún vaknaði, fór grátandi úr húsi og skildi skóna eftir. Vinur á bíl sem sótti hana um morguninn bar vitni um ástand hennar. Sömu sögu var að segja um lækni og hjúkrunarfræðing á neyðarmóttöku. Studdi það framburð um að brotið hefði verið kynferðislega á konunni. Átti andlega erfitt í langan tíma Engir áverkar voru á konunni við kvenskoðun. Studdi það framburð konunnar að hún hefði verið sofandi þegar brotið var framið. Hún hafi því ekki verið spennt eða streist á móti. Þá drægi ekki úr gildi framburðar hennar að ekki fundust nothæf lífsýni til DNA-kennslagreiningar. Benti það til þess að maðurinn hefði ekki haft sáðlát við samfarirnir. Samræmdist það því sem gerðist síðar um morguninn að ákærði hafði samfarir við húsráðanda, fyrrverandi sambýliskonu sína. Magn áfengis í blóði konunnar fimm tímum eftir brotið sýndi að hún hefði verið mjög ölvuð og styddi að hún hefði sofnað ölvunarsvefni í sófanum. Ástandið hefði verið þannig að hún gat ekki spornað við verknaðinum. Tveir sálfræðingar skrifuðu vottorð upp á að að konan hefði átt andlega erfitt í langan tíma eftir brotið. Studdi það framburð hennar um nauðgun. Með „vonda tilfinninga“ Framburður karlmannsins var um margt óskýr. Hann kannaðist við að hafa gyrt niður um konuna þegar hún var sofandi og hefði verið með „vonda tilfinningu“ þegar hann vaknaði undir hádegi daginn eftir. Minni hans virtist gloppótt sem talið var skýrast af vímuefnaneyslu. Fyrir dómi vísaði hann því á bug að hafa haft samræði við konuna rænulausa. Hann hefði engar minningar um slíkt. Var á honum að skilja að hann legði til grundvallar að það gæti ekki verið að hann hefði brotið kynferðislega gegn konunni. Það væri vegna almennra viðhorfa hans og/eða fyrri vináttu hans og konunnar. Það gæti ekki verið að hann myndi nokkurn tímann sýna af sér slíkan dómgreindarbrest undir áhrifum. Ekki viss hvað hefði gerst Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu voru svör hans um að hann væri viss um hvað hefði í raun og veru gerst eða ekki gerst ekki eins afgerandi og þau voru fyrir dómi. Samkvæmt lögregluskýrslunni, sem var tekin upp í hljóði og mynd, var hann oft ekki viss um hvað hefði gerst milli hans og konunnar. Hann mundi ekki eftir atvikum og voru svör hans eftir því. Þegar framburður karlmannsins fyrir dómi var borinn saman við framburð hans hjá lögreglu þótti ljóst að hann hefði tekið breytingum í framangreindu tilliti. Fyrir dómi kannaðist hann við framburð sinn hjá lögreglu en tók fram að hann hefði farið betur yfir málsatvik í huganum frá því að hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Að mati dómsins væri hæpið að byggja á slíkum skýringum og væru þær haldlausar. Óskýr framburður dró úr gildi hans við sönnunarmatið. „Veist að ég dýrka þig“ Karlmaðurinn sendi konunni tvenn SMS-skilaboð í hádeginu daginn eftir. Í þeim fyrri sagði: „Nenniru að segja mér að þetta hafi verið martröð? Ef ég man þetta rétt þá tek ég því hvað sem þú vilt gera. “ Í hinum síðari sagði: „Disess kræst.. veit ekki hvar á að byrja.. veist að ég dýrka þig, trúi ekki að ég hafi gert þér þetta ojbarasta langar ekki að lifa!!!“ Dómurinn mat ekki sennilegt að slík skilaboð skýrðust af því einu að hann hefði gyrt niður buxurnar á konunni. Þvert á móti bentu þau til þess að hann hefði gengið mun lengra og hann hefði haft aðrar og meiri minningar um meint brot en hann hefði fengist til að gangast við. Dró efni skilaboðanna úr gildi framburðar karlmannsins en styddu fremur framburð konunnar. Gerði eitthvað kynferðislega brenglað Til viðbótar þessu bar húsráðandi, fyrrverandi sambýliskona mannsins og vinkona konunnar, að karlmaðurinn hefði eftir hádegi daginn eftir kannast við að hafa gert eitthvað „kynferðislega brenglað“ við konuna. Hann hafi verið miður sín og grátið. Það hafi verið óvenjulegt í fari hans en húsráðandi og hann höfðu verið par í fjögur eða fimm ár. Karlmaðurinn viðurkenndi að hafa viðhaft þessi ummæli en af framburði hans væri ljóst að honum hefði liðið illa andlega þennan dag. Að mati dómsins bentu þessi ummæli og líðan ákærða á þessum tíma til þess að hann hefði gert sér grein fyrir því að hann hefði brotið með alvarlegum hætti kynferðislega gegn konunni. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði brotið gegn konunni. Mikill trúnaðarbrestur Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um mjög alvarlegt brot var að ræða og beindist gegn kynfrelsi ungrar konu sem var vinkona hans. Sömuleiðis í aðstæðum þar sem hún átti að vera örugg. Var því um að ræða mikinn trúnaðarbrest. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif á refsingu en hann átti sér engar málsbætur að mati dómsins. Var refsing hans ákveðin tvö og hálft ár í fangelsi en þá þarf hann að greiða 1,8 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira