Landsliðið treystir á velvild félaganna varðandi æfingartíma: „Bagalegt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 20:00 Staðan er ekki góð hvað varðar æfingartíma fyrir íslenska landsliðið. vísir/skjáskot Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05