Íslendingar eiga fulltrúa víða á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem hefst á morgun.
Mótið fer fram í Svíþjóð, Austurríki og Noregi en opnunarleikurinn í Austurríki er leikur heimamanna gegn Tékkum. Þar verða með flauturnar besta dómarapar Íslands, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.
Það má búast við pakkfullu húsi og mikilli stemningu í tíu þúsund manna höll í Vínarborg.
Íslenska liðið hefur svo leik í Malmö á laugardaginn er okkar menn spila við Dani.
Anton og Jónas dæma opnunarleikinn í Vínarborg
