Wade fær þriggja daga hátíð þegar Miami Heat hengir upp treyjuna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 13:00 LeBron James fékk áritaða treyju frá Dwyane Wade á lokatímabili Wade í NBA. Getty/Harry How NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020 NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020
NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira