„Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 16:45 Sveinn lék með ÍR í Olís-deild karla á síðasta tímabili. vísir/bára Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17
EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00