Áfram draumur hjá Luca Doncic en martröð fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 07:30 Luka Doncic er bara tvítugur en strax kominn í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar. Getty/Glenn James Það spila fáir betur í NBA-deildinni þessa daganna en Slóveninn Luka Doncic sem átti enn einn stórleikinn með Dallas Mavericks liðinu í nótt.Luka Doncic náði þrennu í ellefta skiptið á tímabilinu þegar Dallas Mavericks vann 118-110 sigur á Chicago Bulls en það var einkum þriðji leikhlutinn sem stóð upp úr hjá Luka Doncic. 38 PTS | 11 REB | 10 AST@luka7doncic's 2nd straight triple-double steers the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/fOACAAIGa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Luka Doncic endaði með 38 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en hann skoraði 21 stig í þriðja leikhlutanum þar af 17 af 19 stigum Dallas liðsins á síðustu 5:35 í leikhlutanum. Á þessum sama kafla náði Dallas Mavericks forystunni sem liðið hélt út allan leikinn. Þjálfarinn Rick Carlisle hrósaði sínum manni fyrir hvernig hann tók á varnartilburðum mótherjanna. „Það flottasta við hans frammistöðu í kvöld var hátterni hans og sjálfsstjórn. Liðin eru að senda íþróttamenn á hann sem láta hann finna fyrir því en hann heldur alltaf haus,“ sagði Rick Carlisle. Luka Doncic er líka þekktur fyrir að velta sér ekki mikið upp úr tölfræðinni sinni eftir leiki. „Það sem skiptir mig öllu máli er að vinna leikinn. Við þurfum á þessum sigri að halda eftir að hafa tapað síðasta leik (í framlengingu á móti Charlotte) þar sem við áttum að vinna. Liðið mitt hjálpar mér mikið. Við spiluðum af krafti frá byrjun og þannig verður það að vera hjá okkur,“ sagði Luka Doncic. 38 PTS, 11 REB, 10 AST 2nd triple-double in a row 11th of the season Luka Doncic walks off with the @dallasmavs home W. #PhantomCam#MFFLpic.twitter.com/QtsI5dvkUR— NBA (@NBA) January 7, 2020 Dallas lék án Kristaps Porzingis í fjórða leiknum í röð en hann er að glíma við hnémeiðsli. Dwight Powell skoraði 16 stig og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum. Finninn Lauri Markkanen var stigahæstur hjá Chicago Bulls með 26 stig þrátt fyrir að spila á aumum ökkla eftir að hafa misstigið sig í síðasta leik.Lið San Antonio Spurs sýndi á sér nýja hlið í 126-104 sigri á toppliði Milwaukee Bucks. Leikmenn Spurs settu niður nítján þriggja stiga skot í leiknum og enduðu með þessum góða sigri fimm leikja sigurgöngu Bucks liðsins. DeMar DeRozan skoraði 25 stig, Patty Mills var með 21 stig og þeir LaMarcus Aldridge og Rudy Gay skoruðu báðir átján stig. Mills hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis Antetokounmpo skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Milwaukee Bucks sem tapaði í fyrsta sinn síðan á jóladag. Liðið er áfram með besta sigurhlutfall deildarinnar, 32 sigra í 38 leikjum. Nikola Jokic goes off for a career-high 47 PTS on 16-25 shooting in the @nuggets road W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/ZdsFkg00yn— NBA (@NBA) January 7, 2020 Nikola Jokic skoraði 47 stig í sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks en hann hafði mest áður skorað 41 stig í leik í NBA-deildinni. Jokic hitti úr 16 af 25 skotum og var einnig með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. "WAKE YOUR ASS UP. WAKE THE F--K UP." Steve Kerr made sure he earned his ejection *NSFW* pic.twitter.com/IIcoz9U7V6— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020 Steve Kerr fékk ekki að klára leikinn þegar Golden State Warriors tapaði í 29. sinn á tímabilinu nú fyrir Sacramento Kings. Þjálfari Golden State liðsins var rekinn út úr húsi fyrir að öskra á einn dómarann að fara „drulla sér til að fara vakna.“ @TonyWarrenJr drops 30 of his 36 PTS in the 2nd half to lead the @Pacers! #IndianaStylepic.twitter.com/lcG6er9DOn— NBA (@NBA) January 7, 2020 @MarkelleF puts up a new career-high 25 PTS in the @OrlandoMagic win! #MagicAboveAllpic.twitter.com/xImBAc9Qa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Golden State Warriors 111-98 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 118-110 San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks 126-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 126-128 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 115-123 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 104-115 Orlando Magic - Brooklyn Nets 101-89 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 120-113 Washington Wizards - Boston Celtics 99-94 NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Það spila fáir betur í NBA-deildinni þessa daganna en Slóveninn Luka Doncic sem átti enn einn stórleikinn með Dallas Mavericks liðinu í nótt.Luka Doncic náði þrennu í ellefta skiptið á tímabilinu þegar Dallas Mavericks vann 118-110 sigur á Chicago Bulls en það var einkum þriðji leikhlutinn sem stóð upp úr hjá Luka Doncic. 38 PTS | 11 REB | 10 AST@luka7doncic's 2nd straight triple-double steers the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/fOACAAIGa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Luka Doncic endaði með 38 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en hann skoraði 21 stig í þriðja leikhlutanum þar af 17 af 19 stigum Dallas liðsins á síðustu 5:35 í leikhlutanum. Á þessum sama kafla náði Dallas Mavericks forystunni sem liðið hélt út allan leikinn. Þjálfarinn Rick Carlisle hrósaði sínum manni fyrir hvernig hann tók á varnartilburðum mótherjanna. „Það flottasta við hans frammistöðu í kvöld var hátterni hans og sjálfsstjórn. Liðin eru að senda íþróttamenn á hann sem láta hann finna fyrir því en hann heldur alltaf haus,“ sagði Rick Carlisle. Luka Doncic er líka þekktur fyrir að velta sér ekki mikið upp úr tölfræðinni sinni eftir leiki. „Það sem skiptir mig öllu máli er að vinna leikinn. Við þurfum á þessum sigri að halda eftir að hafa tapað síðasta leik (í framlengingu á móti Charlotte) þar sem við áttum að vinna. Liðið mitt hjálpar mér mikið. Við spiluðum af krafti frá byrjun og þannig verður það að vera hjá okkur,“ sagði Luka Doncic. 38 PTS, 11 REB, 10 AST 2nd triple-double in a row 11th of the season Luka Doncic walks off with the @dallasmavs home W. #PhantomCam#MFFLpic.twitter.com/QtsI5dvkUR— NBA (@NBA) January 7, 2020 Dallas lék án Kristaps Porzingis í fjórða leiknum í röð en hann er að glíma við hnémeiðsli. Dwight Powell skoraði 16 stig og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum. Finninn Lauri Markkanen var stigahæstur hjá Chicago Bulls með 26 stig þrátt fyrir að spila á aumum ökkla eftir að hafa misstigið sig í síðasta leik.Lið San Antonio Spurs sýndi á sér nýja hlið í 126-104 sigri á toppliði Milwaukee Bucks. Leikmenn Spurs settu niður nítján þriggja stiga skot í leiknum og enduðu með þessum góða sigri fimm leikja sigurgöngu Bucks liðsins. DeMar DeRozan skoraði 25 stig, Patty Mills var með 21 stig og þeir LaMarcus Aldridge og Rudy Gay skoruðu báðir átján stig. Mills hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis Antetokounmpo skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Milwaukee Bucks sem tapaði í fyrsta sinn síðan á jóladag. Liðið er áfram með besta sigurhlutfall deildarinnar, 32 sigra í 38 leikjum. Nikola Jokic goes off for a career-high 47 PTS on 16-25 shooting in the @nuggets road W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/ZdsFkg00yn— NBA (@NBA) January 7, 2020 Nikola Jokic skoraði 47 stig í sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks en hann hafði mest áður skorað 41 stig í leik í NBA-deildinni. Jokic hitti úr 16 af 25 skotum og var einnig með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. "WAKE YOUR ASS UP. WAKE THE F--K UP." Steve Kerr made sure he earned his ejection *NSFW* pic.twitter.com/IIcoz9U7V6— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020 Steve Kerr fékk ekki að klára leikinn þegar Golden State Warriors tapaði í 29. sinn á tímabilinu nú fyrir Sacramento Kings. Þjálfari Golden State liðsins var rekinn út úr húsi fyrir að öskra á einn dómarann að fara „drulla sér til að fara vakna.“ @TonyWarrenJr drops 30 of his 36 PTS in the 2nd half to lead the @Pacers! #IndianaStylepic.twitter.com/lcG6er9DOn— NBA (@NBA) January 7, 2020 @MarkelleF puts up a new career-high 25 PTS in the @OrlandoMagic win! #MagicAboveAllpic.twitter.com/xImBAc9Qa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Golden State Warriors 111-98 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 118-110 San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks 126-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 126-128 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 115-123 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 104-115 Orlando Magic - Brooklyn Nets 101-89 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 120-113 Washington Wizards - Boston Celtics 99-94
NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira