Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 18:20 Yasin er grunaður um aðild að morði. youtube Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu. Svíþjóð Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu.
Svíþjóð Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira