Markvörðurinn sem fékk á sig eitt frægasta mark fótboltasögunnar er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 13:45 Hans Tilkowski reynir að verja skot Geoff Hurst í úrslitaleik HM árið 1966. Boltinn fór í slána og niður. Línuvörðurinn dæmdi hann inni. Getty/Tony Triolo Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan. Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan.
Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira